Sæland 4, 610 Grenivík
74.900.000 Kr.
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
4 herb.
136 m2
74.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sér
Byggingaár
1963
Brunabótamat
50.150.000
Fasteignamat
34.750.000

Sunna Fasteignasala og Þóra Birgisdóttir Lögg. fasteignasali kynna einstaka eign í einkasölu;
Sæland 4 öðru nafni Sæborg er einstaklega fallegt og nær algerlega endurnýjað einbýlishús sem stendur á frábærum útsýnisstas mót Atlandsshafinu.

Húsið hefur nánast algerlega verið endurnýjað á undanförnum árum, m.a. þakefni, gluggar, endureinangrað, pússað og málað auk þess sem allar lagnir, og innviðir hafa veri endurnýjað á glæsilegan máta. Húsið skiptist í; 2 svefnherbergi, svefnloft, stóra og opna stofu, opið eldhús og borðrými, forstofurými / stofu auk kjallara með skemmtilegu baðrými með útgengi út á hellulagða verönd og þvottahús. Útigeymsla og góð aðstaða og aðkoma.
Nánari lýsing;  Komið er inn í nýlega endurbyggða viðbyggingu sem er nú opið rými/forstofa með frábæru útsýni út á sjó og opinni tengingu við alrými hússins.
Á aðalhæðini er opið og bjart eldhús með góðri borðaðstöðu.
Stofan er opin og björt enda gluggar á tvo vegu og upptekin loft, frábært og óhindrað útsýni er út á sjó en húsið er staðsett nánast beint á móts við Hrísey og skemmtilegu sjónarhorni þangað.
Svefherbergi eru tvö á hæðinni.
Baðherbergi er rúmgott og glæsilega endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf með innréttingu, upphengdu salerni og stórum sturtuklefa og breiðu niðurfalli. Gluggi er opnanlegur.
Skemmtilegt svefnloft er yfir herbergjum og baðherbergi - það opnast út að stofunni og nýtur sömuleiðis útsýnis mót n-vestri.
Kjallari undir aðalhæðinni hefur verið algerlega endurnýjaður og býður upp á ýmsa möguleika í nýtingu, hann var hugsaður sem SPA- svæði en þar er nú frístandandi baðkar og hurð út á hellulagða verönd þar sem gert  hefur verið ráð fyrir heitum potti. Þvottahús/aðstaða fyrir þvottavél og nett innrétting er í kjallaranum.
Útisvæði er afar snyrtilegt, þar er hellulögð verönd mót vestri meðfram sjávarhlið hússins, hlaðnir skjólveggir og rými sem býður upp á tengja fyrir heitum potti og skemmtilegu útisvæði. Þá er steypt plan á norður hlið hússisn hugsað fyrir skúr eða aðra létta viðbyggingu.
Glæsileg lýsing er bæði utan hússins og í þakkanti þess sem setur glæsilegan og stílhreinan svip á þetta fallega hús sem er nær algerlega endurbyggt.
Nánari upplýsingar veitir Þóra Birgisdóttir s. 777-2882  [email protected]

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.