Gjaldskrá

Gjaldskrá SUNNU FASTEIGNASÖLU er leiðbeinandi og gildir nema að um annað hafi verið samið. Söluþóknun er umsemjanleg í einhverjum tilfellum og byggir á mati hverju sinni og með tilliti til landshluta, gerð eignar, ástandi og svo framvegis. Vinsamlegast leitið upplýsinga hjá starfsmönnum okkar.

Kaup og sala
Sala fasteigna í einkasölu er 1,85% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk vsk eða kr. 558.000 með vsk.
Sala fasteigna í almennri sölu er 2,5% af söluverði auk vsk, þó að lágmarki kr. 450.000 auk vsk eða kr. 558.000 með vsk.
Aðstoð og/eða skjalafrágangur við sölu og kaup fasteigna er kr. 350.000 auk vsk.
Sala sumarhúsa er 2,5 % af söluverði auk vsk.

Skoðun og verðmat fasteignar
Skriflegt verðmat á íbúðum er kr. 29.900, auk vsk.
Skriflegt verðmat á rað-, par- og einbýlishúsum er kr. 39.900 auk vsk.
Skriflegt verðmat á atvinnuhúsnæði er umsemjanlegt hverju sinni.

Annað
Kaupandi fasteignar greiðir fast gjald, kr. 59.900, fyrir þjónustu fasteignasölunnar, Gjaldið er vegna kostnaðar við ráðgjöf, aðstoð við kaupanda vegna kauptilboðs, kaupsamnings, afsals, umsjón með þinglýsingu skjala og fleira.
Gjald vegna veðleyfa frá lánastofnunum er innheimt af kaupanda hafi fasteignasalan lagt út fyrir því.
Seljandi fasteignar greiðir fast gjald kr. 39.900, vegna öflunar gagna um eignir, svo sem vegna veðbókarvottorða, ljósrits teikninga og annarra skjala. Seljandi greiðir einnig fyrir atvinnuljósmyndun en verð er breytilegt eftir stærð eignar, lágmarksgjald er 13.900 auk vsk.

Leigumiðlun
Þóknun fyrir leigumiðlun samsvarar umsaminni mánaðarleigu auk vsk.